Vegna þess að tímaskekkja er í tímasetningu innborgana og hvenær Manor fréttir af þeim frá bankanum þá getur sú staða getur komið upp að bréf sé sent frá innheimtuaðila vegna kröfu sem síðar kemur í ljós að var búið að greiða. Sérstakleg á þetta við um kröfur sem greitt er inn á frá því kl 21 á föstudegi til kl 21 á mánudegi en allar greiðslur á þessu tímabili birtast innheimtuaðila á þriðjudagsmorgni. Bréf sem send eru á mánudegi eru því send út í óvissu hvað þetta tímabil snertir.


Tvennt er gert til þess að taka á þessum áhrifum.


  1. Fyrirvari er í öllum bréfum um að hugsanlega sé krafan greidd og því beðist velvirðingar á bréfinu. Það getur átt við hafi skuldari greitt á fyrrgreindu óvissutímabili.
  2. Þegar greiðslan berst inn í Manor, t.d. á þriðjudagsmorgni, leiðréttir Manor kröfur þar sem búið var að senda bréf daginn áður og fellir niður kostnað og afgreiðir þær sem fullgreiddar.


Þessi nálgun hefur gefist vel til margra ára.