Best er að nálgast handvirkar innborganir á kerfisbundinn hátt og fylgjast náið með því að búið sé að afgreiða allar innborganir rétt. Sérstakt viðmót er í Manor sem sjá má undir "Innborganir" í vinstri valmynd.
Þar má sjá þessa hnappa sem gegna hver um sig tilteknu hlutverki.
- Bíða ráðstöfunar
Hér má sjá þær innborganir sem búið er að skrá á mál en eftir á að ráðstafa. - Bíða skila
Hér má sjá þær innborganir sem búið er að ráðstafa en enn á eftir að skila því til kröfuhafa sem ráðstöfunin tilgreindi. - Skilað
Hér er svo listi yfir innborganir sem búið er skila til kröfuhafa og þar með klára að fullu.