Þegar skuldari greiðir kröfu í netbanka og Manor er að fylgjast með kröfunni rafrænt með bankatengingu þá telst innheimtan vera sjálfvirk, þ.e.a.s. uppgjör er sjálvirkt í kerfum bankanna. Slík meðferð felur í sér sjálfvirka ráðstöfun fjár og sjálfvirka skráningu í Manor.
Ferlið er svona:
- Skuldari greiðir kröfu
- Bankinn tekur fé út af reikning skuldara
- Bankinn skiptir fé á milli kröfuhafa, innheimtuaðila og sín.
- Uppgjör fer fram samstundis.
- Manor ráðstafar greiðslunni og skráir allt rétt í kröfunni.
Kosturinn við sjálfvirkar innborganir í gegnum bankatengingu er að uppgjör á sér stað strax og engin vinna verður hjá innheimtuaðila við að skila fé og gera upp handvirkt.