Þegar búið er að skrá innborgun þá þarf að ráðstafa henni. Ef innheimtan er sjálfvirk í gegnum bankatengingu þá ráðstafar Manor sjálfvirkt og sér um uppgjör kröfunnar. Ef skránining var handvirk þá þarf að klára ráðstöfun með handvirkum hætti.


Þegar búið er að skrá innborgun er smellt á tengilinn "Ráðstafa" í sömu línu.


save image


Þá kemur upp viðmót til þess að tilgreina hvernig greiðslan á að skiptast á milli ólíkra þátta kröfunnar.


save image


Þetta viðmót er einstaklega þægilegt og einfalt í allri vinnslu.


Fyrsti hluti sýnir hve mikið var borgað inn og hve miklu af því hefur verið ráðstafað í seinni hluta viðmótsins.


save image


Seinni hluti viðmótsins snýst um að ákveða hvaða krónur eiga að fara á hvaða þátt kröfunnar.


save image


Það sem blasir við í fyrstu er tillaga Manor um hvernig best sé að ráðstafa peningunum. Í dæminu hér að ofan er nú þegar búið að greiða neðstu fjóra þætti kröfunnar að fullu og því leggur Manor til að upphæðin fari í heild sinni inn á vexti og ekkert á höfuðstól. Þá er unnið eftir þeirri reglu að byrja neðst (vextir af kostnaði) og ráðstafa svo upp eftir töflunni. Röð þátta við ráðstöfun er því þessi:


  1. Vextir af kostnaði
  2. Útlagður kostnaður
  3. Áfallinn kostnaður
  4. Kostnaður kröfuhafa
  5. Vextir
  6. Höfuðstóll


Meginreglan er sú að innheimtuaðili fái greitt fyrir sína þjónustu áður en kröfuhafi fær greidda vexti eða inn á höfuðstól. Þá er einnig meginregla að ráðstafa fé fyrst inn á vexti áður en ráðstafað er á höfuðstól.


Það er hins vegar einfalt að fara aðra leið en tillagan leggur til og hefur innheimtuaðili fullt vald til þess að ráðstafa að vild.


Þegar ráðstöfun er klár er smellt á [Vista] hnappinn.


Næsta skref er þá að skila peningunum til kröfuhafans. Allt um það hér.


Afsláttur

Hægt er að veita afslátt af öllum þáttum kröfunnar og skal skrá afslátt inn sem plústölu.


Að hætta við ráðstöfun

Hægt er að hætta við ráðstöfun hvenær sem er ef ekki er búið að vista ráðstöfunina. Hafi hún hins vegar verið vistuð má alltaf eyða innborguninni og stofna hana aftur.


ATH: Ef búið er að skrá innborgun, ráðstafa henni og skila peningum til kröfuhafa í takt við ráðstöfunina þá er æskilegt að gera nýja innborgun sem þá er leiðréttingarfærsla.