Einfalt er að vinna með virðisaukaskatt við skráningu tekna og útgáfu reikninga í Manor.
Virðisaukaskattskylda
Við hvert mál í Manor má skrá hvort innheimta eigi virðisaukaskatt eða ekki. Það fer eftir ýmsu hvað eigi við í hverju máli. Nær öll fyrirtæki eru virðisaukaskattskyld en á því eru undanþágur auk þess sem fjöldi opinberra aðila er undanþeginn virðisaukaskatti. Miklu máli skiptir að þessi stilling sé rétt svo að reikningagerð o.fl. virki með réttum hætti.
Ákveðið við stofnun máls
Þegar nýtt mál er stofnað þarf að skilgreina hvort innheimta eigi VSK eða ekki.
Skipt um skoðun
Alltaf er hægt að breyta VSK stillingum máls. Þá er farið í málið og smellt á [Breyta máli] í forsendu málsins.
Virðisaukaskattsflokkar
Hægt er að skilgreina virðisaukaskattsflokka í Manor. Þeir flokkar eru notaðir þegar útlagður kostnaður er skráður á mál. Þessir flokkar eru aðgengilegir undir Kerfisstjórn og VSK flokkar.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina