Að skrá kostnað í erlendri mynt er mjög einfalt í Manor. ISK er grunnmynt í Manor og eru upphæðir reiknaðar í og úr ISK eftir því sem við á víða í Manor. Þegar kemur að kostnaði er virknin einföld og í takt við góða bókhaldsvenju og virkni helstu fjárhagkserfa.
Kostnaður í EUR og viðskiptavinur í ISK
Gjaldmiðill viðskiptavinar ræður gjaldmiðli máls/verks. Hér er því málið/verkið í ISK.
- Kostnaður er 100 EUR og er skráður inn á mál/verk. Sjá hér hvernig skráning fer fram.
- Kostnaðurinn var dagsettur 01.10.2023 og gengi ISK/EUR var þá þá 148.
- ISK upphæð kostnaðarins er því 100 x 148 = 14.800 kr.
- Manor skráir færsluna inn með EUR gildið 100 og ISK gildið 14.800
- Svo er kosntaðurinn settur á reikning mánuði síðar 01.11.2023
- Þá er notast við sömu ISK upphæð og skráð var þann 01.10.2023.
- Á reikninginn fer því kostnaður að upphæð 14.800 kr.
Þetta þýðir að kostnaður er reiknaður yfir í ISK miðað við dagsetningu kostnaðarreiknings. Engar frekari umreikningur á sér stað nema að viðskiptavinur sé í erlendri mynt, sjá þá næsta dæmi.
Kostnaður í EUR og viðskiptavinur í SEK
Gjaldmiðill viðskiptavinar ræður gjaldmiðli máls/verks. Hér er því málið/verkið í SEK.
- Kostnaður er 100 EUR og er skráður inn á mál/verk. Sjá hér hvernig skráning fer fram.
- Kostnaðurinn var dagsettur 01.10.2023 og gengi ISK/EUR var þá þá 148.
- ISK upphæð kostnaðarins er því 100 x 148 = 14.800 kr.
- Manor skráir færsluna inn með EUR gildið 100 og ISK gildið 14.800
- Svo er kosntaðurinn settur á reikning mánuði síðar 01.11.2023
- Reikningurinn verður í SEK því viðskiptavinurinn er í SEK.
- Þá er umreiknað frá ISK yfir í SEK á gengi ISK/SEK dagsins 01.11.2023 sem var 12
- Á reikninginn fer því SEK upphæð kostnaðrins er því 14.800 / 12 = 1.233 SEK.
En ef ég vil rukka nákvæmlega sömu töluna í erlendu?
Stundum hefur notandi aðra skoðun á þeirri tölu sem eigi að fara á reikning en hin reiknaða stærð. Það er lítið mál. Þá er hægt að breyta kostnaðarfærslunni í reikningagerð þannig að upphæð til greiðslu endurspegli þá tölu sem á að fara á reikninginn. Takið þó eftir að sú upphæð í mynt kostnaðarreikningsins.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina