Að bæta landsréttardómi við mál

Breytt Sun, 17 Apr, 2022 kl 4:41 PM

Manor tengist beint við dómasafn Landsréttar. Allir nýir dómar birtast því samstundis í Manor og þeir eru birtir á vef viðkomandi Landsréttar.


Að bæta landsréttardómi við mál í Manor er mjög einfalt. Þá er einfaldlega farið í Rannsóknir og slegið inn leitarorð. Þá koma upp niðurstöður úr öllu rannsóknarsafninu. Hér má sjá niðurstöðu dóms í máli E-1695/2015, sem reyndar er héraðsdómur en tekið sem dæmi hér að neðan. 




Því næst er smellt á dóminn. Þá kemur hann upp í sér glugga, þar má velja mál og smella á Afrita í mál. Þá verður til afrit af dómnum við það mál.



Þegar búið er að afrita dóminn er hægt að lita texta gulann sem geymist þá með dómnum við málið svo einfalt sé að sjá síðar hvað sé athyglisvert í dómnum.



Þegar farið er í málið sjálft má sjá þær rannsóknir sem búið er að skrá á málið í kassa í hægri dálki.




Eldri dómar

Allir dómar réttarins frá 2017 til dagsins í dag eru í rannsóknasafni Manor.


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina